580nfs1_red

Þetta er NFS

Samtök Norrænna Stéttarfélaga (NFS) er samstarfsvettvangur fyrir heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum. Meðlimasamtök NFS eru 16 talsins og samanstanda af alþýðusamböndum, starfsmannasamtökum og samtökum háskólafólks á Norðurlöndunum. Í gegnum meðlimasamtökin er NFS fulltrúi um það bil níu milljóna launþega á Norðurlöndunum. Hlutverk NFS er að tryggja náið samstarf meðal meðlimasamtakanna. Samstarfið á að stuðla að auknum réttindum launafólks með því að deila af reynslu, hafa áhrif á valdhafa og vinna að sameiginlegum málefnum.

Meðlimasamtök NFS eru 16 talsins og samanstanda af alþýðusamböndum, starfsmannasamtökum og samtökum háskólafólks á Norðurlöndunum. Í gegnum meðlimasamtökin er NFS fulltrúi um það bil níu milljóna launþega á Norðurlöndunum.

 

 

Á skrifstofu NFS í Stokkhólmi starfa framkvæmdastjóri NFS, tveir sérfræðingar och einn starfsmaður skrifstofu.

 

 

 

Í stjórn NFS, sem fundar tvisvar á ári, sitja fulltrúar frá öllum meðlimasamtökunum. Framkvæmdastjórn NFS skipuleggur stjórnarfundina. Í framkvæmdarstjórn NFS situr einn fulltrúi frá hverju Norðurlandi. Löndin skiptast á að fara með formennsku í NFS.

 

 

 

 

 

 

 

Í NFS eru starfræktar nefndir og vinnuhópar sem vinna að markmiðum NFS og að þeim málaflokkum sem eru í forgangi hverju sinni. Fyrir utan stjórn og framkvæmdastjórn starfa einnig Evrópunefnd, stefnuhópur og aðrir vinnuhópar. NFS getur einnig unnið að forgangsmálefnum sínum í gegnum BASTUN.

Foto: Knut Capra Pedersen
Foto: Knut Capra Pedersen